Ársskýrsla 2014
Ársreikningur
  • Árið 2014
    • Lykiltölur
    • Ávarp stjórnarformanns
    • Ávarp bankastjóra
    • Helstu atburðir ársins
    • Efnahagsumhverfið
  • Mannauður og stjórnarhættir
    • Mannauður
    • Yfirstjórn
    • Stjórn
    • Stjórnarhættir
  • Stefna og samfélagsábyrgð
    • Stefna og framtíðarsýn
    • Samfélagsábyrgð
  • Betri bankaþjónusta
    • Þjónustusvið
    • Stoðsvið
    • Innra eftirlit
    • Dótturfélög
    • Eignaumsýslufélög
  • Fjárhagur og áhættustýring
    • Fjármögnun og lausafjárstaða
    • Áhættustýring
    • Fjárhagsniðurstöður
    • Fjárhagsskjöl
Betri bankaþjónusta
  • Þjónustusvið
  • Stoðsvið
  • Innra eftirlit
  • Dótturfélög
  • Eignaumsýslufélög

Þjónustusvið

  • Eignastýringarsvið
  • Fyrirtækjasvið
  • Fjárfestingarbankasvið
  • Viðskiptabankasvið

Eignastýringarsvið

Eignastýringarsvið Arion banka ásamt dótturfélögum er leiðandi í eignastýringu á Íslandi með um 924 ma. kr. í stýringu. Eignastýringarsvið Arion banka skiptist í eignastýringu fagfjárfesta, einkabankaþjónustu og fjárfestingarþjónustu. Eignastýring Arion banka stýrir fjármunum fyrir hönd viðskiptavina samkvæmt fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu hvers og eins. Þá annast sviðið rekstur lífeyrissjóða. Að auki annast sviðið sölu á sjóðum Stefnis hf. til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og fagfjárfesta sem og sölu á sjóðum alþjóðafyrirtækja. Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki í eigu Arion banka. Stefnir hf. annast stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða. Á eignastýringarsviði störfuðu 34 starfsmenn í árslok 2014. Framkvæmdastjóri sviðsins er Margrét Sveinsdóttir.

Fjölbreytt þjónusta til að mæta ólíkum þörfum

Eignastýringarsvið sérhæfir sig í að veita viðskiptavinum með ólíkar fjárfestingarþarfir fjölbreytt úrval ávöxtunarmöguleika. Áhersla er lögð á breitt vöru- og þjónustuframboð þar sem hagsmunir viðskiptavina eru ávallt hafðir að leiðarljósi. Eignastýringarsvið hefur á að skipa starfsfólki með áratuga reynslu og þekkingu. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu sem byggist á góðri samvinnu við viðskiptavini. Þannig er lagður grundvöllur að traustu langtímasambandi við viðskiptavini og fjárhagslegum ávinningi þeirra.

Stöðugur vöxtur

Árið 2014 einkenndist af nokkrum sveiflum í ávöxtun, misjafnlega miklum þó eftir söfnum og fjárfestingarstefnum. Eignir í stýringu jukust um 3,3% á árinu eða alls 29 ma.kr. Þessi vöxtur samanstendur af ávöxtun annars vegar og innflæði nýrra fjármuna frá núverandi og nýjum viðskiptavinum. Á árinu voru kláruð nokkur stór fjárfestingarverkefni og önnur eru í vinnslu.

Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar til niðurgreiðslu húsnæðislána

Á árinu 2014 var töluverð vinna lögð í að útfæra leið ríkisstjórnarinnar til að heimila greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar skattfrjálst inn á höfuðstól húsnæðislána. Lögin voru samþykkt á Alþingi 16. maí og í lok nóvember voru fyrstu greiðslur inn á lánin framkvæmdar. Í tengslum við úrræði ríkisstjórnarinnar var strax í janúar sett upp sérstök upplýsingasíða fyrir viðskiptavini þar sem þeir gátu nálgast upplýsingar eftir því sem þær lágu fyrir auk þess sem hægt var að skoða fræðslumyndbönd. Jafnframt gafst viðskiptavinum kostur á að sækja fræðslufundi víðsvegar um landið og að auki hjá þeim fyrirtækjum sem óskuðu eftir fræðslu frá bankanum.

Árangur Frjálsa lífeyrissjóðsins

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er elsti frjálsi lífeyrissjóður landsins. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum sínum ellilífeyri til æviloka og veita þeim tryggingu sem ver þá og fjölskyldur þeirra gegn tekjumissi af völdum örorku og/eða andláts. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 146 milljarðar kr. að stærð og sjóðfélagar eru um 50 þúsund talsins. Sjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða sitt 12% lágmarksiðgjald og hentar jafnframt þeim sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. 

Nafnávöxtun

Fjárfestingarleið 2014 2013 2012 2011 2010 2009 Sl. 5 ár* Sl. 10 ár*
Frjálsi 1 6,8%  7,7% 14,1%   9,5%  8,1% 15,4%   9,2%  9,0%
Frjálsi 2 4,0%   5,8%   8,8% 12,5%  9,4%   9,4%   8,1%  8,6%
Frjálsi 3 1,7%  4,2%   5,4% 14,7%  8,8% 10,5%   6,9%  9,6%
Frjálsi áhætta 4,2% 12,6%   9,8% 13,4% 10,3% 16,0% 10,0%
Tryggingadeild** 5,6%***   9,2% 10,5%  9,0%   7,8%   9,3%   8,4%***  8,0%***
*Nafnávöxtun á ársgrundvelli m.v. 31.12. 2014
**Skuldabréf eru gerð upp á kaupkröfu
***Samkvæmt drögum að ársreikningi Frjálsa lífeyrissjóðsins
Skipting fjárfestingaleiða Frjálsa%

Lífeyrissjóður í fremstu röð

Á árinu 2014 var Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Að auki var sjóðurinn valinn besti lífeyrissjóðurinn á meðal smáþjóða annað árið í röð. Áður hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlotið verðlaun IPE sem besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árin 2009, 2010 og 2011 og besti lífeyrissjóður Evrópu í þemaflokknum Uppbygging lífeyrissjóða árið 2005. Alls hefur því Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlotið 7 alþjóðleg verðlaun síðustu ár.

Áframhaldandi ávinningur viðskiptavina

Langtímasamband við viðskiptavini skiptir miklu máli í eignastýringu Arion banka. Þar gildir að vera í góðum tengslum við viðskiptavini, skilja þarfir þeirra eins og þær eru á hverjum tíma og koma með lausnir sem henta hverjum og einum. Áfram verður leitast við að skapa og finna fjárfestingarkosti fyrir viðskiptavini til að ávaxta fjármuni þeirra eins og best verður á kosið. Unnið verður sem fyrr að því að skapa áframhaldandi ávinning fyrir viðskiptavini með góðri ávöxtun, faglegum vinnubrögðum og markvissri áhættustýringu, ávallt með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.

Fyrirtækjasvið

Fyrirtækjasvið veitir stærri fyrirtækjum landsins alhliða fjármálaþjónustu og sérsniðnar lausnir sem þjóna þeirra þörfum hverju sinni. Sviðið býður lausnir á sviði fjármögnunar, innlána, greiðslumiðlunar og virðisaukandi rafrænnar þjónustu. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eiga farsælt viðskiptasamband við sviðið og hafa verið viðskiptavinir bankans um áraraðir. Góð samskipti og þekking á þörfum viðskiptavina er grunnur að viðskiptasambandi til langs tíma. Það er markmið sviðsins fyrir komandi ár að efla enn frekar tengsl sín við núverandi viðskiptavini og koma á nýjum tengslum við framtíðarviðskiptavini. Í árslok 2014 störfuðu 23 starfsmenn á fyrirtækjasviði. Framkvæmdastjóri sviðsins er Freyr Þórðarson.

Skipulagsbreytingar

Töluverðar skipulagsbreytingar voru kynntar á árinu, m.a. í tengslum við innleiðingu straumlínustjórnunar þar sem fest var í sessi viðskiptastefna bankans sem byggir á eflingu viðskiptatengsla. Breytingarnar voru gerðar til þess að styrkja framlínu sviðsins, boðleiðir voru styttar með auknu umboði starfsmanna og skilvirkara þjónustuframboði. Starfsemi sviðsins skiptist nú í þrjú sérhæfð atvinnugreinateymi, ásamt teymi lánaráðgjafar og greiningar. Atvinnugreinateymin eru verslun og þjónusta, fasteignir og orka, og sjávarútvegur og í hverju þeirra starfa viðskiptastjórar og þjónustustjóri. Hlutverk lánaráðgjafar og greiningar er að veita ráðgjöf og aðstoð við lánveitingar og annað er tengist fyrirgreiðslu til viðskiptavina. Samstarf við önnur svið bankans var eflt á árinu og má þar nefna aukið samstarf við bíla- og tækjafjármögnunarsvið bankans, markaðsviðskipti og fyrirtækjaráðgjöf þar sem viðskiptastjórar gegna lykilhlutverki við ráðgjöf og milligöngu um lausnir og alhliða bankaþjónustu í þágu viðskiptavini bankans.

Lánasafn fyrirtækjasviðs

Heildarútlán fyrirtækjasviðs voru rúmir 228 ma.kr. í árslok 2014 eða sem nemur 35% af heildarlánasafni Arion banka og 70% af fyrirtækjalánum bankans. Lánabók fyrirtækjasviðs minnkaði um 8% milli ára sem kemur aðallega til vegna fyrirséðra uppgreiðslna stórra lána til fasteignageirans. Hins vegar gekk fyrirtækjasviði vel að afla nýrra viðskipta, en um 30% af lánabók sviðsins eru lán sem veitt voru til nýrra viðskiptavina bankans og er rúmlega helmingur þeirra á sviði fasteigna og nýbygginga.

Um 30% af lánabók sviðsins eru lán sem veitt voru til nýrra viðskiptavina bankans.

Skipting lánasafns fyrirtækjasviðs eftir atvinnugreinum 31.12.2014
Skipting útlána fyrirtækjasviðs á árinu 2014 til nýrra viðskiptavina

Lánasafn sviðsins endurspeglar breiddina í íslensku atvinnulífi að miklu leyti en stærstu atvinnugreinar í lánasafni fyrirtækjasviðs eru sjávarútvegur, 29%, fasteignir og tengdur rekstur, 26%, og verslun og þjónusta, 20%. Vinnu við endurskipulagningu fyrirtækja í rekstrarvanda lauk formlega á árinu en árangur þeirrar vinnu skilar sér meðal annars í heilbrigðara lánasafni og traustari rekstri fyrirtækja í viðskiptum við bankann. Hlutfall vandræðalána sviðsins hefur lækkað úr 1,3% í lok árs 2013 í 0,3% í árslok 2014.

Helstu verkefni og viðburðir ársins

Fyrirtækjasvið kom að margvíslegum verkefnum á árinu og gengu væntingar sviðsins um aukna eftirspurn eftir lánafyrirgreiðslu vegna fjárfestingar í íslensku atvinnulífi að mestu eftir. Þar spilar vaxandi styrkur rekstrar og efnahags viðskiptavina bankans stórt hlutverk.

Bankinn kom að ýmsum stórum fjármögnunarverkefnum með viðskiptavinum sínum, m.a. að fjármögnun á stærstu yfirtöku íslensks fyrirtækis á erlendri grundu í langan tíma. Þá kom sviðið að framkvæmda- og langtímafjármögnun á byggingu á líftækniverksmiðju í Vatnsmýrinni.

Bankinn kom að ýmsum stórum fjármögnunarverkefnum með viðskiptavinum sínum, m.a. að fjármögnun á stærstu yfirtöku íslensks fyrirtækis á erlendri grundu í langan tíma.

Fyrirtækjasvið, í samstarfi við fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, fjármagnaði að fullu kísilmálmverksmiðju sem rísa mun í Helguvík á næstu árum en það verkefni sýndi vel styrk bankans við fjármögnun á umfangsmiklum verkefnum og ráðgjöf þeim tengdum. Framkvæmdir hafa nú þegar hafist í Helguvík, en um er að ræða fyrsta orkufreka verkefnið sem fjármagnað er að fullu af íslenskum banka. Fyrirtækjasvið fjármagnaði einnig stækkun gagnaversfyrirtækisins Verne Global Holdings í eigin húsnæði.

Á árinu 2014 kom fyrirtækjasvið Arion banka að fjármögnun á þróun og framvæmdum á um 300 nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hinum ýmsu verktökum og fjárfestum. 

Varfærin skref voru stigin inn í fjármögnun á alþjóðlegum þjónustuskipamarkaði þegar bankinn undirritaði samning um fjármögnun hins norska Havila Shipping ASA, en bankinn hefur einnig fetað sig inn í önnur áhugaverð verkefni í þeim geira. Bankinn styrkti viðskiptasambönd sín í Færeyjum m.a. með fjármögnun á nýju uppsjávarfrystihúsi í samstarfi við tvö stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í Færeyjum. Á árinu hóf bankinn einnig óformlegt samstarf við erlenda banka um fjármögnun, sérstaklega í sjávarútvegi, með það að markmiði að þjónusta viðskiptavini bankans betur með sérsniðnum lausnum og hagstæðari fjármögnun.

Á árinu var lögð áhersla á að kynna vinnu greiningardeildar Arion banka sérstaklega fyrir viðskiptavinum en deildin vann greiningar á sviði ferðaþjónustu, sjávarútvegs, fasteigna og skuldsetningu íslenskra fyrirtækja auk þess að gera ítarlega spá um efnahagshorfur á Íslandi. Fyrirtækjasvið vann einnig sérhæfðar greiningar á völdum atvinnugeirum en góður skilningur á rekstri viðskiptavina okkar er forsenda þess að geta veitt góða þjónustu og er sviðinu mikilvægur við uppbyggingu farsælla viðskiptasambanda.

Árið fram undan

Aukin eftirspurn eftir lánafyrirgreiðslu á árinu 2014 frá fyrra ári gefur væntingar um að á árinu 2015 verði áframhaldandi aukning á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi.

Samkeppnin er sem fyrr mikil á milli banka á fyrirtækjamarkaði en einnig eru lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir í fjármögnun fyrirtækja í formi skuldabréfa og eru þar í beinni samkeppni við íslenska bankakerfið. Þá má áfram gera ráð fyrir áhuga erlendra lánveitenda á íslenskum sjávarútvegi og fyrirtækjum með stóran hluta starfsemi sinnar utan Íslands. Bankinn gerir ráð fyrir að frekari fjárfestingar fari af stað á sviði orkufreks iðnaðar, í sjávarútvegi og fjarskiptum. Enn fremur gerir bankinn ráð fyrir áframhaldandi vexti í byggingu og fjármögnun á nýjum íbúðaverkefnum og hótelum á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2015.

Fyrirtækjasvið Arion banka er vel í stakk búið til þess að takast á við þessa samkeppni og mun áfram leggja áherslu á traust viðskiptasamband til langs tíma með því að bjóða framúrskarandi þjónustu og sérsniðnar lausnir og hefur til þess á að skipa starfsmönnum með bæði faglega þekkingu og hagnýta reynslu af þeim atvinnugreinum sem mynda meirihluta lánasafnsins hverju sinni.

Fjárfestingarbankasvið

Helstu þjónustuþættir fjárfestingarbankasviðs Arion banka eru miðlun hvers kyns markaðsbréfa og fyrirtækjaráðgjöf. Greiningardeild bankans tilheyrir jafnframt sviðinu en hún gefur reglulega út efnahags- og fyrirtækjagreiningar til viðskiptavina. Hjá sviðinu störfuðu 34 starfsmenn í lok árs 2014. Framkvæmdastjóri sviðsins er Halldór Bjarkar Lúðvígsson. 

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka veitir ráðgjöf við kaup, sölu, samruna og yfirtöku á fyrirtækjum og stærri eignarhlutum ásamt því að vera leiðandi umsjónaraðili með skráningum verðbréfa á Nasdaq Íslandi. Meðal viðskiptavina fyrirtækjaráðgjafar eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og flestir helstu fjárfestar á Íslandi. Teymið býr yfir mikilli reynslu og fjölþættri þekkingu og er áhersla lögð á fagmennsku og vönduð vinnubrögð.

Meðal helstu verkefna fyrirtækjaráðgjafar á árinu 2014 voru skráning á HB Granda hf. í kauphöll og sala á hlutabréfum Arion banka, Vogunar hf. og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar hf. í HB Granda. Fyrirtækjaráðgjöf hafði einnig umsjón með sölu á frönsku matvælafélögunum Fjord King og King Sea Food, sem voru í eigu dótturfélags Arion banka. Fyrri hluta árs veitti deildin ráðgjöf við samrunaviðræður Landfesta ehf., dótturfélags bankans, og Eikar fasteignafélags hf. Jafnframt hafði fyrirtækjaráðgjöf umsjón með sölu og skráningu 12,5 ma.kr. skuldabréfaflokks útgefnum af Landfestum og 3,0 ma.kr. hlutafjárútboðs til forgangsréttarhafa í Eik fasteignafélagi. Fyrirtækjaráðgjöf hefur haft umsjón með endurfjármögnun Reita fasteignafélags hf. og undir lok árs 2014 náðist stór áfangi þegar gengið var frá sölu nýs hlutafjár að fjárhæð 17,0 ma.kr. og skuldabréfaflokks að fjárhæð 25,0 ma.kr., auk þess að félagið gekk frá samningum um ný bankalán að fjárhæð 26,0 ma.kr. Í lok desember 2014 var gengið frá kaupum Iteron Holding, erlends dótturfélags Valitor, á Altapay A/S, sem er danskt félag og starfar á sviði greiðslumiðlunar, og veitti fyrirtækjaráðgjöf bankans kaupanda ráðgjöf. Auk ofangreindra verkefna hefur deildin veitt ráðgjöf til Sameinaðs sílikons hf. við fjármögnun á nýrri kísilmálmverksmiðju á Suðurnesjum.

Meðal helstu verkefna fyrirtækjaráðgjafar á árinu 2014 var skráning á HB Granda hf. í kauphöll. 

Nokkur af þeim ráðgjafarverkefnum sem fyrirtækjaráðgjöf vinnur nú að snúa að skráningu félaga í kauphöll, en þar er um að ræða umsjón með fyrirhugaðri skráningu Reita fasteignafélags í kauphöll auk umsjónar með skráningu Skipta hf. á Aðalmarkað Nasdaq Íslandi. Jafnframt mun fyrirtækjaráðgjöf bankans hafa umsjón með skráningu Eikar fasteignafélags í kauphöll. Í öllum tilfellum mun deildin hafa umsjón með almennu útboði hlutafjár í framangreindum félögum í aðdraganda skráningar. 

Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti sinna miðlun fjármálagerninga til innlendra og erlendra viðskiptavina bankans. Með fleiri skráningum á Nasdaq Íslandi hefur hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi öðlast aukna dýpt og er von á fleiri skráningum á árinu 2015. Á árinu 2014 var Arion banki leiðandi í veltu hlutabréfa á aðalmarkaði Nasdaq Íslandi. Bankinn var með mestu hlutdeildina eða 26,8%. Á meðan stígandi hefur verið á markaði með hlutabréf hefur markaður með ríkistryggð skuldabréf náð ákveðinni mettun. Það hefur því verið góð viðbót fyrir fjárfesta að fá á markað aðra valkosti eins og eignavarða skuldabréfaflokka og fyrirtækjaskuldabréf. Viðskipti á gjaldeyrismarkaði hafa verið að aukast ásamt því að vöruframboðið hefur verið að breikka. Seðlabanki Íslands stóð fyrir nokkrum gjaldeyrisútboðum á árinu sem leið sem eru liður í afléttingu gjaldeyrishafta, en deildin er leiðandi við ráðgjöf tengda gjaldeyrisuppboðum Seðlabankans.

Á árinu 2014 var Arion banki leiðandi í veltu hlutabréfa á aðalmarkaði Nasdaq Íslandi. Bankinn var með mestu hlutdeildina eða 26,8%.

Megináhersla markaðsviðskipta hefur verið á að veita stækkandi viðskiptavinahópi góða þjónustu og aðgang að framúrskarandi þekkingu og kerfum. Áhersla næstu missera mun áfram vera á vöruþróun, til að bjóða fjárfestum fleiri tækifæri til ávöxtunar og áhættudreifingar. 

Greiningardeild

Greiningardeild fjallar um íslenskt efnahagslíf og framvindu efnahagsmála, þróun hagstærða og afkomu félaga og atvinnugreina. Greiningardeild gefur reglulega út „Markaðspunkta“ sem sendir eru út til þeirra sem þess óska en þeir eru einnig aðgengilegir viðskiptavinum Arion banka á heimasíðu bankans. Ráðstefnur á vegum greiningardeildar eru haldnar reglulega þar sem kynntar eru nýjar greiningar á vegum deildarinnar, m.a. um efnahagshorfur, greiningar á sveitarfélögum, fasteignamarkaði og öðrum atvinnugeirum.

Greiningardeild gegnir mikilvægu hlutverki með því að styðja við önnur svið innan bankans með ítarlegum og góðum greiningum. Samhliða því að skráningum á Nasdaq Íslandi hefur fjölgað, hefur áhersla verið lögð á að þjóna viðskiptavinum fjárfestingarbankasviðs með greiningum á skráðum fyrirtækjum og fyrirtækjum sem huga að skráningu á komandi misserum. Greiningardeild hefur fullt sjálfstæði frá öðrum deildum bankans.

Skoða efni greiningardeildar Arion banka

Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur og verkefni fjárfestingarbankasviðs taka mið af því efnahagsumhverfi sem landið býr við. Gjaldeyrishöftin hafa áhrif á hegðun fjárfesta og takmarka möguleika þeirra til fjárfestinga utan Íslands. Kann þetta því að hamla vaxtartækifærum fyrirtækja sem og áhættudreifingu hjá fjárfestum. Á meðan gjaldeyrishöft takmarka þá fjárfestingarkosti sem völ er á er sú hætta fyrir hendi að blásið sé í eignabólu. Það er því mikilvægt að fjárfestum takist vel upp á komandi árum að stýra fjármagni sínu þannig að það leiði til sem mestrar verðmætasköpunar fyrir þá sjálfa og þjóðarbúið í heild.

Horfur á eignamörkuðum á nýju ári eru jákvæðar. Verð íbúðarhúsnæðis hækkaði töluvert á árinu 2014 auk þess sem umsvif á fasteignamarkaði jukust og er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti á fasteignamarkaði á árinu 2015. Einnig má búast við áframhaldandi vexti hlutabréfamarkaðarins þó að heldur hafi hægt á honum á síðasta ári. Velta með hlutabréf í Kauphöll Íslands jókst um 16% og nam 292 ma.kr. Aukin velta helst í hendur við fjölgun fyrirtækja í kauphöllinni en tvö ný fyrirtæki voru skráð á árinu 2014. Sá fjárfestingarbankasvið Arion banka um aðra af þeim skráningum. Það er ánægjulegt að sjá endurskipulagningu öflugra félaga ljúka með skráningu á hlutabréfamarkað og vænta má frekari þróunar í þessa veruna á næstu árum. Búast má við aukinni útgáfu bæði sértryggðra og fyrirtækjaskuldabréfa á árinu en á hinn bóginn má búast við minni útgáfu af ríkisbréfum þar sem lánsfjárþörf ríkisins hefur dregist saman.

Það er ánægjulegt að sjá endurskipulagningu öflugra félaga ljúka með skráningu á hlutabréfamarkað og vænta má frekari þróunar í þessa veruna á næstu árum.

Aukin umsvif undanfarin misseri á verðbréfa- og fjármálamörkuðum ýta undir eftirspurn eftir þjónustu fjárfestingarbankasviðs, bæði hvað varðar fyrirtækjaráðgjöf og miðlun verðbréfa og gjaldeyris, og eru horfur ágætar fyrir árið 2015. Með vönduðum greiningum og faglegri ráðgjöf hyggjast greiningardeild, fjárfestingarbankasvið og Arion banki í heild leggja sín lóð á vogarskálarnar svo það takist sem best að stuðla að heilbrigðri uppbyggingu verðbréfamarkaðar hér á landi sem og arðsömum fjárfestingum.

Viðskiptabankasvið

Á viðskiptabankasviði Arion banka fá einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki vandaða fjármálaþjónustu sem veitt er í útibúum bankans um land allt, en bankinn starfrækir 23 útibú og afgreiðslur auk þjónustuvers. Megináhersla er lögð á að mæta þörfum viðskiptavina bankans með fjölbreyttu vöruframboði og faglegri fjármálaráðgjöf. Alls störfuðu 369 starfsmenn hjá sviðinu í lok árs 2014. Framkvæmdastjóri sviðsins er Helgi Bjarnason. 

Í útibúum og þjónustuveri fá viðskiptavinir ráðgjöf um inn- og útlán, þjónustuleiðir, sparnað, greiðslukort, lífeyrissparnað, tryggingar, verðbréf og sjóði. Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að færa aukin völd, t.d. varðandi útlánaákvarðanir, til útibúanna og þannig nær viðskiptavinum okkar sem hefur gefið góða raun.

Helstu verkefni

Eins og undanfarin ár var á árinu 2014 lögð mikil áhersla á aukna skilvirkni í starfsemi sviðsins og lauk þá innleiðingu straumlínustjórnunar sem hófst árið 2012. Innleiðingin tókst vel og skapar fjölmörg tækifæri til að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu með aukinni skilvirkni og einfaldari verkferlum. Markmið okkar með innleiðingu straumlínustjórnunar er betri bankaþjónusta í gegnum stöðugar umbætur og er framlag starfsmanna lykillinn að góðum árangri. 

Markmið okkar með innleiðingu straumlínustjórnunar er betri bankaþjónusta í gegnum stöðugar umbætur og er framlag starfsmanna lykillinn að góðum árangri. 

Fyrri hluta ársins var frágangur viðskipta sem farið hefur fram í útibúum á höfuðborgarsvæðinu sameinaður starfsemi þjónustuvers bankans, undir nafninu þjónustukjarni. Með sameiningunni tókst að auka gæði og áreiðanleika þessarar þjónustu og um leið að auka áherslu í útibúum bankans á ráðgjöf og eflingu viðskiptasambands við viðskiptavini. 

Arion banki hefur haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð var fyrir nokkrum árum varðandi þjálfun starfsfólks og útskrifuðust á árinu 14 starfsmenn úr vottuðu fjármálaráðgjafanámi sem skipulagt er í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Samtals hafa 36 starfsmenn bankans útskrifast, flestir allra banka á Íslandi. Með vottuninni er búið að samræma þær kröfur sem gerðar eru til fjármálaráðgjafa og tryggja að þeir búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni í starfi. Þá hefur með þessu verið lagður grunnur að auknu samstarfi við OKKAR líf, dótturfélag bankans, með það að markmiði að ráðgjöf tengd líf- og sjúkdómatryggingum verði órjúfanlegur hluti af ráðgjöf tengdri töku íbúðalána. 

Þá var í lok ársins kynnt ný barnalína, Spariland, sem mæltist vel fyrir hjá yngri viðskiptavinum bankans.

Alhliða fjármálaþjónusta

Á árinu var fjölbreytni í þjónustu og þjónustuleiðum bankans aukin enn frekar. Meðal annars bættust við nýjar aðgerðir sem hægt er að framkvæma í Arion appinu og fjölgar þeim hratt sem nota appið, en nú eru notendur um 35 þúsund. Þá var ný kynslóð hraðbanka sett upp í öllum útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu útibúum bankans úti á landi. Meðal nýjunga eru að nú er hægt að leggja pening inn í hraðbankann, greiða greiðsluseðla og millifæra á milli eigin reikninga. Með þessu geta viðskiptavinir sjálfir sinnt sínum fjármálum hratt og vel, þegar og þar sem þeim hentar. Að auki geta viðskiptavinir Arion banka komið við í einhverju af 23 útibúum bankans um land allt og fengið aðstoð eða ráðgjöf eftir því sem við á. 

Á árinu var fjölbreytni í þjónustu og þjónustuleiðum bankans aukin enn frekar.

Mikill og góður vöxtur var á öðru ári bíla- og tækjafjármögnunar fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þessari þjónustu hefur verið afar vel tekið af viðskiptavinum og verið kærkomin viðbót við vörur bankans. Endurnýjun bíla- og tækjaflota landsmanna er löngu tímabær en hefur látið á sér standa og eru því mikil tækifæri til vaxtar á þessum markaði.

Útibúanet Arion banka

Á árinu 2014 fækkaði útibúum bankans um tvö og eru nú 23 útibú og afgreiðslur starfræktar um landið. Útibú bankans á Hlemmi og í Austurstræti voru sameinuð í nýju útibúi í Borgartúni 18 og eru nú útibú bankans á höfuðborgarsvæðinu 8 talsins. Þá var útibúi bankans í Hólmavík lokað.

  • Landið
  • Höfuðborgarsvæðið
ÚtibúHeimilisfangAfgreiðslutímiSímiNetfang
Höfuðborgarsvæðið
Kringluútibú afgr.
323
Heimilisfang: Kringlunni 8-12
Sími: 444 7000
Fax : 580 9601
Opnunartími: Mán. - mið. 10:00-18:30
Fimmtudaga 10:00-21:00
Föstudaga 10:00-19:00
Laugardaga 10:00-18:00
Sunnudaga 13:00-18:00

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Ingvar Breiðfjörð

Bankanúmer: 323
Kringlunni 8-12
103, Reykjavík
Mán. - mið. 10:00-18:30
Fimmtudaga 10:00-21:00
Föstudaga 10:00-19:00
Laugardaga 10:00-18:00
Sunnudaga 13:00-18:00
444 7000Netfang
Borgartún
301, 303, 333, 334, 335, 337, 338, 344, 370
Heimilisfang: Borgartúni 18
Sími: 444 7000
Fax : 444 6009
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Kristbjörg Héðinsdóttir

Bankanúmer: 301, 303, 333, 334, 335, 337, 338, 344, 370
Borgartúni 18
105, Reykjavík
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Bíla- og tækjafjármögnun
Heimilisfang: Borgartúni 18, 2. hæð
Sími: 444 7000
Fax : 444 6129
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Sævar Bjarnason

Bankanúmer:
Borgartúni 18, 2. hæð
105, Reykjavík
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Vesturbær
301, 311, 306, 342
Heimilisfang: v/Hagatorg
Sími: 444 7000
Fax : 562 1667
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Ingvar Breiðfjörð

Bankanúmer: 301, 311, 306, 342
v/Hagatorg
107, Reykjavík
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Höfðaútibú
313, 315, 324, 331, 336, 343, 346
Heimilisfang: Bíldshöfða 20
Sími: 444 7000
Fax : 444 8501
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Sverrir Guðmundsson

Bankanúmer: 313, 315, 324, 331, 336, 343, 346
Bíldshöfða 20
110, Reykjavík
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Smáraútibú
322, 319, 328, 345
Heimilisfang: Smáratorgi 3
Sími: 444 7000
Fax : 580 2201
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Einar Örn Ævarsson

Bankanúmer: 322, 319, 328, 345
Smáratorgi 3
201, Kópavogur
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Garðabær
318
Heimilisfang: Garðatorgi 5
Sími: 444 7000
Fax : 580 2601
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Hildur Markúsdóttir

Bankanúmer: 318
Garðatorgi 5
210, Garðabær
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Hafnarfjörður
327, 332
Heimilisfang: Fjarðargötu 13 - 15
Sími: 444 7000
Fax : 580 2701
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Hildur Markúsdóttir

Bankanúmer: 327, 332
Fjarðargötu 13 - 15
220, Hafnarfjörður
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Landsbyggðin
Keflavíkurflugvöllur
339
Heimilisfang: Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Sími: 580 4900
Fax :
Opnunartími: 16. apríl - 30. september, allan sólarhringinn
1. október - 15. apríl, 04:00-00:00 alla daga

Útibússtjóri: Svæðisstjóri: Aðalheiður Guðgeirsdóttir

Bankanúmer: 339
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
235, Keflavíkurflugvöllur
16. apríl - 30. september, allan sólarhringinn
1. október - 15. apríl, 04:00-00:00 alla daga
580 4900Netfang
Borgarnes
326, 316, 354, 355
Heimilisfang: Digranesgötu 2
Sími: 444 7000
Fax :
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Eyjólfur Vilberg Gunnarsson

Bankanúmer: 326, 316, 354, 355
Digranesgötu 2
310, Borgarnes
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Stykkishólmur
309
Heimilisfang: Aðalgata 10
Sími: 444 7000
Fax : 430 4601
Opnunartími: 09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Aðalbjörg Anna Gunnarsdóttir

Bankanúmer: 309
Aðalgata 10
340, Stykkishólmur
09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Grundarfjörður
321
Heimilisfang: Grundargötu 30
Sími: 444 7000
Fax : 430 4629
Opnunartími: 09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Aðalbjörg Anna Gunnarsdóttir

Bankanúmer: 321
Grundargötu 30
350, Grundarfj.
09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Búðardalur
312
Heimilisfang: Miðbraut 13
Sími: 444 7000
Fax :
Opnunartími: 10:00-14:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Aðalbjörg Anna Gunnarsdóttir

Bankanúmer: 312
Miðbraut 13
370, Búðardalur
10:00-14:00 virka daga444 7000Netfang
Blönduós
307
Heimilisfang: Húnabraut 5
Sími: 444 7000
Fax :
Opnunartími: 09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Auðunn Steinn Sigurðsson

Bankanúmer: 307
Húnabraut 5
540, Blönduós
09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Sauðárkrókur
310, 349
Heimilisfang: Faxatorgi
Sími: 444 7000
Fax : 455 5301
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Magnús Barðdal Reynisson

Bankanúmer: 310, 349
Faxatorgi
550, Sauðárkrókur
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Fjallabyggð
347, 348
Heimilisfang: Túngötu 3
Sími: 444 7000
Fax :
Opnunartími: 09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Oddgeir Reynisson

Bankanúmer: 347, 348
Túngötu 3
580, Siglufjörður
09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Akureyri
302
Heimilisfang: Geislagötu 5
Sími: 444 7000
Fax :
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Ingi Steinar Ellertsson

Bankanúmer: 302
Geislagötu 5
600, Akureyri
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Egilsstaðir
305
Heimilisfang: Miðvangur 6
Sími: 444 7000
Fax : 470 1801
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Hafliði Hörður Hafliðason

Bankanúmer: 305
Miðvangur 6
700, Egilsstaðir
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Selfoss
325
Heimilisfang: Austurvegi 10
Sími: 444 7000
Fax : 480 2301
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Sædís Íva Elíasdóttir

Bankanúmer: 325
Austurvegi 10
800, Selfoss
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Hveragerði
314
Heimilisfang: Sunnumörk 2
Sími: 444 7000
Fax : 480 4501
Opnunartími: 09:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Steingerður Hreinsdóttir

Bankanúmer: 314
Sunnumörk 2
810, Hveragerði
09:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Hella
308
Heimilisfang: Þrúðvangi 5
Sími: 444 7000
Fax : 488 4001
Opnunartími: 09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Jóhannes Hreiðar Símonarson

Bankanúmer: 308
Þrúðvangi 5
850, Hella
09:00-12:00 og 13:00-16:00 virka daga444 7000Netfang
Vík í Mýrdal
317
Heimilisfang: Ránarbraut 1
Sími: 444 7000
Fax : 488 4051
Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst, 10:30-16:00 virka daga
1. september - 31. maí, 12:30-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Sædís Íva Elíasdóttir

Bankanúmer: 317
Ránarbraut 1
870, Vík
1. júní - 31. ágúst, 10:30-16:00 virka daga
1. september - 31. maí, 12:30-16:00 virka daga
444 7000Netfang
Kirkjubæjarklaustur
317
Heimilisfang: Klausturvegi 13
Sími: 444 7000
Fax : 487 4750
Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst, 10:30-16:00 virka daga
1. september - 31. maí, 12:30-16:00 virka daga

Útibússtjóri: Útibússtjóri: Sædís Íva Elíasdóttir

Bankanúmer: 317
Klausturvegi 13
880, Kirkjubæjarkl.
1. júní - 31. ágúst, 10:30-16:00 virka daga
1. september - 31. maí, 12:30-16:00 virka daga
444 7000Netfang


Áframhaldandi vöxtur íbúðalána

Allt frá árinu 2011 hefur Arion banki verið leiðandi afl á íbúðalánamarkaðnum á Íslandi en bankinn var fyrstur til að bjóða nýjan raunhæfan valkost í óverðtryggðri fjármögnun á íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum til fimm ára. Á árinu hefur verið áframhaldandi vöxtur íbúðalána hjá bankanum bæði við fjármögnun fasteignakaupa en einnig við endurfjármögnun eldri lána, en lágt vaxtastig á árinu hafði í för með sér aukna eftirspurn eftir endurfjármögnun. Allt frá árinu 2011 hefur Arion banki verið leiðandi afl á íbúðalánamarkaðinum á Íslandi.

Ný lán árið 2014Hlutfall verðtryggðra og óverðtryggðra lána


Minni og meðalstór fyrirtæki

Undanfarin ár hefur verið lögð sérstök áhersla á þjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. Á síðasta ári var umtalsverður vöxtur í útlánum bankans á þessum hluta markaðarins og er það ánægjuefni hversu vel hefur tekist til. Sú aukning byggir bæði á áralöngum viðskiptasamböndum en einnig á markvissri vinnu við að efla tengsl við nýja aðila. Aukin þjónusta við fjármögnun á bílum og ýmiss konar atvinnutækjum hefur einnig stutt við þessa þróun og gert Arion banka kleift að veita viðskiptavinum sínum heildarlausnir.

Framtíðarhorfur

Það eru krefjandi tímar fram undan og áskoranir á markaði. Við viljum dýpka og treysta viðskiptasamband okkar við viðskiptavini og um leið gefa þeim fleiri valmöguleika varðandi hvernig þeir sækja þjónustu til okkar. Með tilkomu og innleiðingu nýrra hraðbanka ásamt netbanka og appi teljum við góðan grunn vera til staðar þannig að viðskiptavinir hafi raunverulegt val um hvernig, hvar og hvenær þeir nýta þjónustu bankans. Um leið er það skýrt markmið okkar að auka frumkvæði og hlutfall heimsókna í útibú sem snúa að ráðgjöf til viðskiptavina. Á þeim grunni styrkjum við viðskiptasambandið og gerum viðskiptavini ánægðari sem er grunnur að góðri afkomu. Að gera það að veruleika er eitt af stóru verkefnum ársins 2015.

Á markaði lítilla og meðalstórra fyrirtækja eru væntingar um góðan árangur á árinu 2015. Sérstaða bankans felst meðal annars í því að vera nálægt viðskiptavinum, með fyrirtækjaþjónustu í öllum stærstu útibúum bankans, þar sem víðtækar heimildir til útlána eru til staðar. 
Fram undan eru krefjandi en um leið spennandi tímar sem sterkir innviðir sviðsins munu takast á við.

EN
Samfélagsábyrgð
Fara efst
Stoðsvið